Erlent

Kosið um fóstureyðingar

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Portúgalar búa við einhverja ströngustu löggjöf í Evrópu í þessum efnum en samkvæmt henni má aðeins eyða fóstri ef meðgangan stefnir andlegri eða líkamlegri heilsu móðurinnar í verulega hættu eða ef henni hefur verið nauðgað. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×