Körfubolti

Sjötti sigur Detroit í röð

Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit.

Wallace skoraði 28 stig í leiknum, það mesta sem hann hefur skorað í vetur, og var sérstaklega öflugur þegar mest á reyndi í fjórða leikhlutanum. Richard Hamilton bætti við 21 stigi en T.J. Ford var öfluastur hjá Toronto með 17 stig og 11 stoðsendingar.

Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey sem vann Orlando, 93-78.

New Orleans bar sigurorð af Memphis, 114-99. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir New Orleans og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur liðsins.

Tracy McGrady og Juwan Howard skoruðu báðir 16 stig þegar Houston valtaði yfir Charlotte, 104-83.

Þá átti Carmelo Anthony frábæran leik fyrir Denver þegar liðið lagði Milwaukee af vellim 109-102, á útivelli. Anthony skoraði 29 stig, hirti tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×