Erlent

Þyrla skotin niður í Írak

Hart er sótt að erlenda setuliðinu í Bandaríkjunum.
Hart er sótt að erlenda setuliðinu í Bandaríkjunum. MYND/AP

Óljósar fregnir hafa borist af því að flugskeyti hafi grandað bandarískri herþyrlu af Apache-gerð norður af Bagdad í morgun. Heimamenn segjast hafa séð atvikið en talsmenn Bandaríkjahers segja engar upplýsingar hafa um slíka árás. Sex bandarískar þyrlur hafa verið skotnar niður í Írak á undanförnum þremur vikum. Sú staðreynd er sögð til marks um hversu vel skipulögð andspyrnan í landinu er.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í Bagdad fyrr í dag sögðu talsmenn Bandaríkjahers að æ fleiri vísbendingar væru um að vopn sem kæmu frá Íran væru notuð í baráttunni gegn hernámsliðinu. Þannig hefðu að minnsta kosti 170 hermenn látist í árásum þar sem sprengiefni sem framleitt væri í Íran hefði komið við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×