Enski boltinn

Jewell: Dómarinn kostaði okkur sigurinn

Paul Jewell lætur dómarann heyra það í leiknum í dag.
Paul Jewell lætur dómarann heyra það í leiknum í dag. MYND/Getty

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Philip Dowd í leik sinna manna gegn Arsenal í dag og sagði slæma dómgæslu hafa kostað sitt lið sigurinn. Arsene Wenger hjá Arsenal viðurkenndi að Wigan hefði átt skilið af fá að minnsta kostið annað stigið í leiknum.

“Ég ætla að passa að segja ekki of mikið því annars kemst ég í vandræði. En þetta er ekkert flókið. Fyrsta mark Arsenal var rangstaða og auk þess áttum við klárlega að fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt og það kostaði okkur leikinn,” sagði Jewell, en Arsenal sigraði 2-1 eftir að hafa skorað bæði mörkin undir lok leiksins.

Wigan kom Arsenal í opna skjöldu með góðum leik og fékk nokkur góð tækifæri til að skora fleiri mörk. “Ég verð að viðurkenna að ég var mjög hrifinn af Wigan í þessum leik. Þeir spiluðu gríðarlega vel og hefðu með smá heppni getað unnið leikinn. En við gáfumst aldrei upp og sýndum mikinn karakter með því að tryggja okkur sigur,” sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×