Vodafone kaupir indverskt farsímafélag 12. febrúar 2007 06:45 Auglýsing frá indverska farsímafélaginu Hutchison Essar, sem í daglegu tali nefnist Hutch. Mynd/AFP Breski farsímarisinn Vodafone hefur keypt 67 prósenta hlut asíska fjárfestingafélagsins Hutchison Whampoa í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Kaupverð nemur 11,1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 753,8 milljörðum íslenskra króna. Vodafone hefur síðan fyrir áramót att kappi við fjölda alþjóðlegra farsímafélaga um hlutinn, þar á meðal indverska eignarhaldsfélagið Essar, sem fer með minnihluta í félaginu. Með kaupum þykir Vodafone hafa tryggt sér forskot á indverska farsímamarkaðnum, sem gert er ráð fyrir að muni vaxa gríðarlega á næstu árum. Til merkis um það fjölgar nýjum viðskiptavinum farsímafélaga í landinu um 6,5 milljónir í hverjum mánuði. Breskir fjölmiðlar, þar á meðal breska ríkisútvarpið, segja kaupin marka ákveðna þróun hjá Vodafone, sem hefur líkt og önnur farsímafélög í Evrópu horfir í auknum mæli til nýmarkaða í Afríku og Asíu í kjölfar ákveðinnar mettunar á evrópska og bandaríska farsímamarkaðnum. Þá hafa hluthafar Vodafone þrýst á Arun Sarin, forstjóra Vodafone, að hann leiti leiða til að færa fyrirtækið inn á nýjar brautir. Kaupin á meirihlutaeign Hutchison er skref í þá átt. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breski farsímarisinn Vodafone hefur keypt 67 prósenta hlut asíska fjárfestingafélagsins Hutchison Whampoa í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Kaupverð nemur 11,1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 753,8 milljörðum íslenskra króna. Vodafone hefur síðan fyrir áramót att kappi við fjölda alþjóðlegra farsímafélaga um hlutinn, þar á meðal indverska eignarhaldsfélagið Essar, sem fer með minnihluta í félaginu. Með kaupum þykir Vodafone hafa tryggt sér forskot á indverska farsímamarkaðnum, sem gert er ráð fyrir að muni vaxa gríðarlega á næstu árum. Til merkis um það fjölgar nýjum viðskiptavinum farsímafélaga í landinu um 6,5 milljónir í hverjum mánuði. Breskir fjölmiðlar, þar á meðal breska ríkisútvarpið, segja kaupin marka ákveðna þróun hjá Vodafone, sem hefur líkt og önnur farsímafélög í Evrópu horfir í auknum mæli til nýmarkaða í Afríku og Asíu í kjölfar ákveðinnar mettunar á evrópska og bandaríska farsímamarkaðnum. Þá hafa hluthafar Vodafone þrýst á Arun Sarin, forstjóra Vodafone, að hann leiti leiða til að færa fyrirtækið inn á nýjar brautir. Kaupin á meirihlutaeign Hutchison er skref í þá átt.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira