Innlent

Neysla áfengis dregst saman

Svo virðist sem landsmenn hafi verið heldur hógværari í neyslu áfengis í upphafi þorra í ár, en á síðasta ári. Sala á áfengi dróst saman um tæp 11 prósent á föstu verðlagi á milli janúarmánuða árið 2006 og 2007. Þetta kemur fram í nýjum niðurstöðum rannsóknarseturs verslunarinnar á smásöluvísitölu fyrir janúar 2007. Sé miðað við breytilegt verðlag hefur sala áfengis dregist saman um tæp 6 prósent.

Velta dagvöruverslunar hefur hinsvegar aukist nokkuð jafnt milli mánaða og er talið að ástæða hennar megi að einhverju leiti rekja til verðhækkana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×