Innlent

Húsnæðisverð hækkar enn

Lækkun matvöruverðs um næstu mánaðarmót mun leiða til lækkunar verðbólgu.
Lækkun matvöruverðs um næstu mánaðarmót mun leiða til lækkunar verðbólgu. MYND/Hrönn Axelsdóttir

Hækkun á húsnæðisverði var meiri í síðasta mánuði en áætlað var, og mest á landsbyggðinni en þar hækkaði húsnæðisverð um rúm þrjú prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði einbýli um 1,6 prósent en um eitt prósent í fjölbýli. Þetta kemur fram í morgunkorni Greiningar Glitnis en þar segir að vísitala neysluverðs í febrúar hafi hækkað meira en spá bankans gerði ráð fyrir, eða um 0,4 prósent.

Helstu áhrifavaldar eru hækkun húsnæðisverðs, útsölur og minni hækkun matvöru en gert var ráð fyrir. Þá geti hækkun húsnæðisverðs gefið til kynna að það taki fasteignamarkaðinn lengri tíma að kólna.

Einnig voru útsölur fyrr á ferðinni í ár og hugsanlegt að þær hafi verið yfirstaðnar í byrjun febrúar og þannig haft minni áhrif á vísitölu neysluverðs.

Verðbólga er rúm sjö prósent en gert ráð fyrir að hún lækki hratt á næstunni vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar neysluverðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×