Erlent

Íhuga að slíta tengsl við Abbas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. MYND/AP

Ísraelar eru að íhuga að slíta öll tengsl við Mahmoud Abbas, hinn hófsama forseta Palestínumanna, ef nýmynduð þjóðstjórn verður ekki við alþjóðlegum kröfum um að ríkisstjórn Palestínumanna viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis og afneiti ofbeldi.

Eftir að samkomulag náðist um þjóðstjórnina, í Mekka, sagði einn af fulltrúum Hamas að þeir myndu aldrei viðurkenna Ísrael, né standa við samninga sem þegar hafa verið gerðir um vopnahlé og frið. Þjóðstjórnninni hefur verið tekið með varúð á vesturlöndum. Í Bandaríkjunum segja menn að þeir vilji vita meira um fyrirætlanir hennar, áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um að hefja efnahagsaðstoð við Palestínumenn á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×