Erlent

Væn verðbólga

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe.
Robert Mugabe, forseti Zimbabwe. MYND/AP

Verðbólga á ársgrundvelli í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1.593,6 prósent og er landið í raun gjaldþrota. Stjórnarstefnu Roberts Mugabes, forseta, er kennt um þessa skelfilegu stöðu, en hann hefur meðal annars rekið hvíta bændur af jörðum sínum og fengið þær svörtum skæruliðum sem ekkert kunna til verka.

Forsetinn er hinsvegar kokhraustur og segir að ástandið sé að kenna erlendum ríki sem stundi skemmdarverk í Zimbabwe. Atvinnuleysi í landinu er 80 prósent það þar er viðvarandi skortur á mat, eldsneyti og öðrum nauðsynjum.

Ríkisstjórnin hefur spáð því að verðbólgan fari niður í 350-400 prósent í árslok, en hagfræðingar segja að það sé borin von. Ríkisstjórnin hafi ekki neinar áætlanir sem geti bætt ástandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×