Vinningshafar Grammy 12. febrúar 2007 16:45 Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Helstu vinningshafar kvöldsins voru stúlkurnar í sveitatónlistarhjómsveitinni The Dixie Chicks en það má segja að þær hafi komið, séð og sigrað. Voru stúlkurnar tilnefndar til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, og hlutu þær verðlaunin í öllum fimm flokkunum. Tattooveruðu gæjarnir í hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers fengu fjögur verðlaun en hljómsveitin var tilnefnd til sex verðlauna. Fengu þeir meðal annars verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Stadium Arcadium. R&B söngkonan Mary J. Blige var tilnefnd til átta verðlauna en fór heim með þrjú. Hún var þó ekki óánægð með þann árangur og sagði það að vinna verðlaunin vera bara toppinn á ísjakanum. Að vera tilnefnd til verðlaunanna væri frábært. Þeir listamenn sem gengu út með tvenn verðlaun voru meðal annars Gnarls Barkley, Bruce Springsteen, Bob Dylan, R&B söngvarinn John Legend, kvikmyndatónlistarhöfundurinn John Williams og rapparinn Ludacris. Söngkonan Beyonce var tilnefnd til fjögurra verðlauna en fór heim með ein. Stevie Wonder hlaut ein verðlaun og hefur hann því alls hlotið verðlaunin 25 sinnum. Hann hefur því fengið fjórðu flestu verðlaunin í sögu Grammy tónlistarverðlaunanna, en efst trónir lagahöfundurinn Georg Solti, með 31 stykki. En það eru ekki allir sem fara glaðir heim af hátíðinni. Þeir James Blunt og Prince voru báðir tilnefndir í fimm flokkum en fengu hvorugir nokkur. Hljómsveitin U2, sem hefur verið hlutskörp þegar kemur að Grammy verðlaununum, fékk ekki heldur verðlaun en hún var tilnefnd til tveggja. Reuters greindi frá þessu. Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Helstu vinningshafar kvöldsins voru stúlkurnar í sveitatónlistarhjómsveitinni The Dixie Chicks en það má segja að þær hafi komið, séð og sigrað. Voru stúlkurnar tilnefndar til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, og hlutu þær verðlaunin í öllum fimm flokkunum. Tattooveruðu gæjarnir í hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers fengu fjögur verðlaun en hljómsveitin var tilnefnd til sex verðlauna. Fengu þeir meðal annars verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Stadium Arcadium. R&B söngkonan Mary J. Blige var tilnefnd til átta verðlauna en fór heim með þrjú. Hún var þó ekki óánægð með þann árangur og sagði það að vinna verðlaunin vera bara toppinn á ísjakanum. Að vera tilnefnd til verðlaunanna væri frábært. Þeir listamenn sem gengu út með tvenn verðlaun voru meðal annars Gnarls Barkley, Bruce Springsteen, Bob Dylan, R&B söngvarinn John Legend, kvikmyndatónlistarhöfundurinn John Williams og rapparinn Ludacris. Söngkonan Beyonce var tilnefnd til fjögurra verðlauna en fór heim með ein. Stevie Wonder hlaut ein verðlaun og hefur hann því alls hlotið verðlaunin 25 sinnum. Hann hefur því fengið fjórðu flestu verðlaunin í sögu Grammy tónlistarverðlaunanna, en efst trónir lagahöfundurinn Georg Solti, með 31 stykki. En það eru ekki allir sem fara glaðir heim af hátíðinni. Þeir James Blunt og Prince voru báðir tilnefndir í fimm flokkum en fengu hvorugir nokkur. Hljómsveitin U2, sem hefur verið hlutskörp þegar kemur að Grammy verðlaununum, fékk ekki heldur verðlaun en hún var tilnefnd til tveggja. Reuters greindi frá þessu.
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira