Erlent

Samið við áhöfn Castor Star

Samningar hafa tekist á milli áhafnar og eigenda flutningaskipsins Castor Star, sem hefur legið við bryggju á Grundartanga síðan á miðvikudaginn. Uppskipun á súráli var hætt á fimmtudaginn vegna ógreiddra launa og ónógs kosts um borð. Skipið siglir undir fána Panama en er í eigu grískrar útgerðar.

Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands, segir mennina fái greidd laun og nýja samninga í samræmi við reglur Alþjóðaflutningasambandsins. Auk þess hafi nýr kostur borist um borð í dag. Einhverjir skipverjar halda nú heim á kostnað útgerðarinnar en aðrir verða eftir. Uppskipun hófst að nýju síðdegis. Skipið fer ekki héðan fyrr en í lok vikunnar en ný áhöfn er á leið til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×