Erlent

Sexveldin ná bráðabirgðasamningum

Christopher Hill, aðalsamningamaður Bandaríkjanna, talar við fréttamenn eftir að fundi sexveldanna lauk í kvöld.
Christopher Hill, aðalsamningamaður Bandaríkjanna, talar við fréttamenn eftir að fundi sexveldanna lauk í kvöld. MYND/AP

Sexveldin svokölluðu komust að bráðabirgðasamkomulagi nú í kvöld. Þeim tókst að leysa helstu ágreiningsefni samningsins og lítur nú út fyrir að Norður-Kórea fari brátt að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Norður-Kórea og Bandaríkin höfðu deilt um hversu mikla orkuaðstoð Norður-Kórea fengi í stað þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína.

Fulltrúi Suður-Kóreu, Chun Yung-woo, sagði eftir viðræðurnar að „Það náðist samkomulag um aðalágreiningsefnin og kröfur Norður-Kóreu. Það snerist um afvopnun Norður-Kóreu, hversu yfirgripsmikið samkomulagið er og aðstoð annarra ríkja við landið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×