Erlent

Grunur um að al-Kaída hafi verið að verki

Frá herstöð Bandaríkjamanna við Okinawa í Japan.
Frá herstöð Bandaríkjamanna við Okinawa í Japan. MYND/AP
Tvær sprengingar urðu í dag við herstöð Bandaríkjamanna rétt fyrir utan Tókíó í Japan. Enginn meiddist í þeim en þeir sem rannsaka málið líta svo á að um hugsanlega hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða.

Samkvæmt upplýsingum leyniþjónustna frá Pakistan og Japan hefur al-Kaída haft tengsl í Japan síðan 1999. Ef grunur rannsóknarmanna er réttur er þetta fyrsta árás al-Kaída í Japan.

Leyniþjónustumenn sögðu að nokkrir pakistanar hefðu verið staðsettir í Japan og þeir síðan átt að setja upp hreyðjuverkahópa í landinu. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásanna ennþá og rannsókn er ennþá í gangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×