Erlent

Ban Ki-moon reynir að stilla til friðar

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. MYND/AP

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hringdi í dag í leiðtoga Ísraela, Palestínu og Sádi-Arabíu til þess að hvetja alla aðila að sættast á þjóðstjórn Palestínu og viðurkenna Ísrael. Ban lýsti líka áhyggjum sínum yfir þeim atburðum sem nú eiga sér stað við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem en ísraelsk yfirvöld eru nú að vinna að endurbótum á svæðinu.

Átök hafa blossað upp vegna endurbótanna. Á föstudaginn þurftu 200 ísraelskir lögreglumenn að ráðast gegn mótmælendum sem köstuðu steinum að þeim fyrir utan al-Aqsa moskuna. 17 mótmælendur og 15 lögreglumenn meiddust í átökunum. Borgarstjórinn í Jerúsalem hefur nú stöðvað endurbæturnar tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×