Erlent

FBI týndi 160 fartölvum

FBI týnir um 50 fartölvum á ári hverju.
FBI týnir um 50 fartölvum á ári hverju. MYND/Valgarður
160 fartölvur, þar af tíu sem innihéldu leynileg gögn, týndust í meðförum starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) frá febrúar 2002 til september 2005. Ein af tölvunum innihélt upplýsingar sem gæti hjálpað fólki að bera kennsl á leyniþjónustumenn. Á sama tíma týndust 160 vopn. FBI gat ennfremur ekki sagt með vissu hvort að 51 af þeim fartölvum sem týndust hefðu innihaldið leynileg gögn.

FBI á fleiri en 52.000 vopn og 26.000 fartölvur. Vopn sem týnst hafa frá FBI hafa stundum fundist í tengslum við rannsóknir á sakamálum. Gagnrýnisraddir urðu líka háar eftir 11. september 2001 en ári seinna kom í ljós að FBI hafði týnt 317 fartölvum undanfarin þrjú ár. Sumar þeirra innihéldu leynilegar upplýsingar. Hingað til hefur ekki verið reiknað út hversu mikil áhrif þessar upplýsingar gætu haft á aðgerðir FBI. Stofnunin ætlar sér að reyna að bæta úr þessu og koma í veg fyrir að svona lagað gerist. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×