Spenna á milli saksóknara og Jóns Ásgeirs í morgun 13. febrúar 2007 12:50 Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. Fram kom í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í morgun að mikilvægt væri að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri yrði lokið á morgun þar sem hann ætti erindi til útlanda á fimmtudag og gæti þá ekki verið viðstaddur. Var þegar ákveðið að fresta fyrirhuguðu dómsfríi eftir hádegi á morgun til að halda yfirheyrslunum áfram og reyna að ljúka þeim. Hins vegar urðu tafir á störfum dómsins í morgun þegar deilt var um það hvort Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, mætti sitja í dómssal á með yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri stæðu yfir. Fór svo að Arngrímur Ísberg, formaður dómsins, ákvað að Jón Gerald skyldi fara út. Hóf Gestur Jónsson í kjölfarið að spyrja skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir, út í ákæruliði 2-9 sem snúa að meintum ólöglegum lánum Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um. Að spurningum Gests loknum tók Sigurður Tómas Magnússon við og hóf að yfirheyra Jón Ásgeir vegna 3. og 4. kafla ákærunnar en þar eru Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Gerald Sullenberger ákærðir. Jón og Tryggvi fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í samtals níu liðum og Jón Gerald fyrir aðstoð samkvæmt einum ákærulið. Sigurður Tómas tók fyrst fyrir 17. ákærulið þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með því meðal annar aðs mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs vegna hlutabréfa í Baugi sem stjórnendur Baugs hafi svo síðar ráðstafað, meðal annars til kaupréttarsamninga sinna. Sigurður Tómas spurði fjölmargra spurninga sem sneru að ákæruliðnum og annarra sem bæði Jón Ásgeir og verjandi hans sögðust ekki tengjast ákærunni neitt. Við ýmsum spurningunum sagðist Jón Ásgeir ekki vita svar en vísaði á Tryggva Jónsson í öðrum og fannst Sigurði Tómasi erfitt að fá svör við ýmsum spurningum „Eru þessar skýringar ákærða ekki orðnar snúnar?" spurði Sigurður Tómas en þá svaraði Jón Ásgeir: „Eru þessar spurningar saksóknara ekki orðnar dálítið snúnar?" Yfirheyrslum Sigurðar Tómasar vegna 17. ákæruliðar lauk laust fyrir hádegi en fram kom í máli hans að yfirferð þriðja kafla ákærunnar lyki ekki í dag. Er því rætt um hvort Jón Ásgeir geti komið aftur fyrir dóminn á föstudag þar sem ólíklegt er talið að yfirheyrslum yfir honum ljúki á morgun. Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. Fram kom í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í morgun að mikilvægt væri að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri yrði lokið á morgun þar sem hann ætti erindi til útlanda á fimmtudag og gæti þá ekki verið viðstaddur. Var þegar ákveðið að fresta fyrirhuguðu dómsfríi eftir hádegi á morgun til að halda yfirheyrslunum áfram og reyna að ljúka þeim. Hins vegar urðu tafir á störfum dómsins í morgun þegar deilt var um það hvort Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, mætti sitja í dómssal á með yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri stæðu yfir. Fór svo að Arngrímur Ísberg, formaður dómsins, ákvað að Jón Gerald skyldi fara út. Hóf Gestur Jónsson í kjölfarið að spyrja skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir, út í ákæruliði 2-9 sem snúa að meintum ólöglegum lánum Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um. Að spurningum Gests loknum tók Sigurður Tómas Magnússon við og hóf að yfirheyra Jón Ásgeir vegna 3. og 4. kafla ákærunnar en þar eru Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Gerald Sullenberger ákærðir. Jón og Tryggvi fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í samtals níu liðum og Jón Gerald fyrir aðstoð samkvæmt einum ákærulið. Sigurður Tómas tók fyrst fyrir 17. ákærulið þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með því meðal annar aðs mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs vegna hlutabréfa í Baugi sem stjórnendur Baugs hafi svo síðar ráðstafað, meðal annars til kaupréttarsamninga sinna. Sigurður Tómas spurði fjölmargra spurninga sem sneru að ákæruliðnum og annarra sem bæði Jón Ásgeir og verjandi hans sögðust ekki tengjast ákærunni neitt. Við ýmsum spurningunum sagðist Jón Ásgeir ekki vita svar en vísaði á Tryggva Jónsson í öðrum og fannst Sigurði Tómasi erfitt að fá svör við ýmsum spurningum „Eru þessar skýringar ákærða ekki orðnar snúnar?" spurði Sigurður Tómas en þá svaraði Jón Ásgeir: „Eru þessar spurningar saksóknara ekki orðnar dálítið snúnar?" Yfirheyrslum Sigurðar Tómasar vegna 17. ákæruliðar lauk laust fyrir hádegi en fram kom í máli hans að yfirferð þriðja kafla ákærunnar lyki ekki í dag. Er því rætt um hvort Jón Ásgeir geti komið aftur fyrir dóminn á föstudag þar sem ólíklegt er talið að yfirheyrslum yfir honum ljúki á morgun.
Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira