Spenna á milli saksóknara og Jóns Ásgeirs í morgun 13. febrúar 2007 12:50 Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. Fram kom í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í morgun að mikilvægt væri að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri yrði lokið á morgun þar sem hann ætti erindi til útlanda á fimmtudag og gæti þá ekki verið viðstaddur. Var þegar ákveðið að fresta fyrirhuguðu dómsfríi eftir hádegi á morgun til að halda yfirheyrslunum áfram og reyna að ljúka þeim. Hins vegar urðu tafir á störfum dómsins í morgun þegar deilt var um það hvort Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, mætti sitja í dómssal á með yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri stæðu yfir. Fór svo að Arngrímur Ísberg, formaður dómsins, ákvað að Jón Gerald skyldi fara út. Hóf Gestur Jónsson í kjölfarið að spyrja skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir, út í ákæruliði 2-9 sem snúa að meintum ólöglegum lánum Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um. Að spurningum Gests loknum tók Sigurður Tómas Magnússon við og hóf að yfirheyra Jón Ásgeir vegna 3. og 4. kafla ákærunnar en þar eru Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Gerald Sullenberger ákærðir. Jón og Tryggvi fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í samtals níu liðum og Jón Gerald fyrir aðstoð samkvæmt einum ákærulið. Sigurður Tómas tók fyrst fyrir 17. ákærulið þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með því meðal annar aðs mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs vegna hlutabréfa í Baugi sem stjórnendur Baugs hafi svo síðar ráðstafað, meðal annars til kaupréttarsamninga sinna. Sigurður Tómas spurði fjölmargra spurninga sem sneru að ákæruliðnum og annarra sem bæði Jón Ásgeir og verjandi hans sögðust ekki tengjast ákærunni neitt. Við ýmsum spurningunum sagðist Jón Ásgeir ekki vita svar en vísaði á Tryggva Jónsson í öðrum og fannst Sigurði Tómasi erfitt að fá svör við ýmsum spurningum „Eru þessar skýringar ákærða ekki orðnar snúnar?" spurði Sigurður Tómas en þá svaraði Jón Ásgeir: „Eru þessar spurningar saksóknara ekki orðnar dálítið snúnar?" Yfirheyrslum Sigurðar Tómasar vegna 17. ákæruliðar lauk laust fyrir hádegi en fram kom í máli hans að yfirferð þriðja kafla ákærunnar lyki ekki í dag. Er því rætt um hvort Jón Ásgeir geti komið aftur fyrir dóminn á föstudag þar sem ólíklegt er talið að yfirheyrslum yfir honum ljúki á morgun. Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. Fram kom í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í morgun að mikilvægt væri að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri yrði lokið á morgun þar sem hann ætti erindi til útlanda á fimmtudag og gæti þá ekki verið viðstaddur. Var þegar ákveðið að fresta fyrirhuguðu dómsfríi eftir hádegi á morgun til að halda yfirheyrslunum áfram og reyna að ljúka þeim. Hins vegar urðu tafir á störfum dómsins í morgun þegar deilt var um það hvort Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, mætti sitja í dómssal á með yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri stæðu yfir. Fór svo að Arngrímur Ísberg, formaður dómsins, ákvað að Jón Gerald skyldi fara út. Hóf Gestur Jónsson í kjölfarið að spyrja skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir, út í ákæruliði 2-9 sem snúa að meintum ólöglegum lánum Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um. Að spurningum Gests loknum tók Sigurður Tómas Magnússon við og hóf að yfirheyra Jón Ásgeir vegna 3. og 4. kafla ákærunnar en þar eru Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Gerald Sullenberger ákærðir. Jón og Tryggvi fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í samtals níu liðum og Jón Gerald fyrir aðstoð samkvæmt einum ákærulið. Sigurður Tómas tók fyrst fyrir 17. ákærulið þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með því meðal annar aðs mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs vegna hlutabréfa í Baugi sem stjórnendur Baugs hafi svo síðar ráðstafað, meðal annars til kaupréttarsamninga sinna. Sigurður Tómas spurði fjölmargra spurninga sem sneru að ákæruliðnum og annarra sem bæði Jón Ásgeir og verjandi hans sögðust ekki tengjast ákærunni neitt. Við ýmsum spurningunum sagðist Jón Ásgeir ekki vita svar en vísaði á Tryggva Jónsson í öðrum og fannst Sigurði Tómasi erfitt að fá svör við ýmsum spurningum „Eru þessar skýringar ákærða ekki orðnar snúnar?" spurði Sigurður Tómas en þá svaraði Jón Ásgeir: „Eru þessar spurningar saksóknara ekki orðnar dálítið snúnar?" Yfirheyrslum Sigurðar Tómasar vegna 17. ákæruliðar lauk laust fyrir hádegi en fram kom í máli hans að yfirferð þriðja kafla ákærunnar lyki ekki í dag. Er því rætt um hvort Jón Ásgeir geti komið aftur fyrir dóminn á föstudag þar sem ólíklegt er talið að yfirheyrslum yfir honum ljúki á morgun.
Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira