Innlent

Leikfélag Akureyrar styrkt um 322 milljónir

Magnús Geir Þórðarsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Magnús Geir Þórðarsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.

Akureyrarbær undirritaði í dag samning um styrk til Leikfélags Akureyrar um 322 milljónir á næstu þremur árum. Styrkurinn er hluti af samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum. Stefnt er að auknu umfangi í starfsemi leikhússins frá og með árinu 2009 með fleiri uppsetningum m.a. í nýju menningarhúsi.

Í fréttatilkynningu segir að með samningnum hækki Akureyrarbær árlega styrktarfjárhæð til LA og skapi leikfélaginu forsendur fyrir; "áframhaldandi blómlegri starfsemi."

Greiðslurnar skiptast nokkuð jafnt milli ára, eru 100 milljónir í ár, 102 milljónir á næsta ári og 105 milljónir árið 2009. Auk þess er möguleiki á á fimm milljónum til viðbótar árlega náist ákveðinn árangur í rekstri.

Skuldir félagsins hafa verið greiddar upp en þær voru umtalsverðar. Þá hefur varasjóður verið stofnaður sem öryggisnet fyrir starfsemina á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×