Erlent

Ekki hægt að stöðva Írana

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Íranar eiga eftir að geta auðgað nóg af úrani til þess að nota í kjarnorkusprengju og það er lítið hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Þetta kemur fram í innanhússkýrslu Evrópusambandsins. Financial Times sagði frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

Skýrslan viðurkennir að ekki hafi tekist að hefta kjarnorkuáætlanir Írana þrátt fyrir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Það eina sem hefur seinkað áætlun Írana eru tæknilegir erfiðleikar við framkvæmd hennar.

Skýrslan segir jafnframt að „Deilurnar við Íran verða ekki leystar með refsiaðgerðum einum." Skýrslan er talið áfall fyrir þá sem vilja fara samningaleiðina við Írana.

Spennan milli Bandaríkjanna og Írans er að aukast um þessari mundir. Bandaríkin sendu nýlega annað flugmóðurskip til Persaflóa. Íranar sögðust þá tilbúnir að verjast hvaða árás sem er. Bandaríkjamenn hafa síðan ásakað Írana um að styðja við bakið á uppreisnarmönnum í Írak. Demókratar í Bandaríkjunum segja það ferli sem nú er komið í gang minna óþægilega mikið á síðustu dagana fyrir innrásina í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×