Innlent

Þjóðin getur tekið í stóriðjubremsuna

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu voru til umræðu á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagðist vona að málið kæmi til kasta í kosningum: "Þjóðin getur tekið í bremsuna í maí."

Steingrímur talaði hart gegn stóriðjuáformum ríkisstjórnarinnar og sagði að þjóðin myndi rísa upp gegn ofnotkun á landinu; "Það þarf ekki að færa þessar fórnir."

Steingrímur lagði áherslu á að þjóðarsátt næðist um þessi mál.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undraðist ræðu Steingríms og vitnaði í ummæli hans frá síðasta ári þar sem Steingrímur sagðist styðja virkjunaraðgerðir í neðri hluta Þjórsár.

Steingrímur sagði ráðherra taka ummælin úr samhengi. Hann hefði sagt betra að virkja þar sem þegar væri búið að vinna spjöll á náttúrunni, en að fara á óspjölluð svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×