Viðskipti erlent

Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli Bandaríkjanna nam 763,6 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári. Það svarar til 52.200 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Mestu munar um tíðar verðhækkanir á hráolíu á síðasta ári og aukinn innflutning á vörum frá Kína.

Þetta er fimmta árið í röð sem viðskiptahallinn er með mesta móti vestanhafs.

Vöruskiptahallinn við Kína hefur aldrei verið með meira móti en í fyrra en þá nam hann 232,5 milljörðum dala, jafnvirði 15.900 milljörðum íslenskra króna. Fulltrúar frá bandarískum stjórnvöldum hafa fundað stíft frá síðasta ári með fulltrúum frá Kína en stjórnvöld vestanhafs saka stjórnvöld í Kína um að halda gengi kínverska júansins lágu til að efla útflutning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×