Erlent

Ólöglegir innflytjendur geta fengið kreditkort

MYND/Vísir

Bank of America er byrjaður að bjóða kreditkort til viðskiptavina sinna sem hafa ekki kennitölu. Undanfarin ár hafa bankar boðið reikninga og jafnvel lán til fólks sem ekki hefur kennitölu . En kreditkort hefur það ekki getað fengið fyrr en nú.

Fólk sem hefur haft reikning hjá bankanum í þrjá mánuði án þess að vera með yfirdrátt getur sótt um kreditkortið. Bankinn prufukeyrði þetta í fimm útibúum í Los Angeles og bætti 46 í hópinn í síðustu viku. Í Los Angeles er eitt stærsta samfélag ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum.

Fréttir af þessu berast á sama tíma og innflytjendayfirvöld í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa hert aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum. Töluverður styr hefur staðið um þær aðgerðir. Ekki náðist í talsmann Bank of America til þess að útskýra hvort að áætlun hans væri að ná viðskiptum þessara ólöglegu innflytjenda frekar en annarra.

Wall Street Journal skýrði frá þessu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×