Erlent

al-Kaída að verki í Alsír

Lögreglumaður í bænum Si-Mustapha í Alsír vaktar hverfi þar sem sprenging varð í dag.
Lögreglumaður í bænum Si-Mustapha í Alsír vaktar hverfi þar sem sprenging varð í dag. MYND/AP
Hryðjuverkahópur tengdur al-Kaída hefur lýst ábyrgð á sprengingum í Alsír í dag á hendur sér. Alls sprungu sjö sprengjur í námunda við fjórar lögreglustöðvar. Talið er að sex manns hafi látist og 13 slasast í sprengingunum. Sprengjurnar sprungu samtímis. Sjónvarpsstöðin al-JAzeera skýrði frá þessu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×