Menning

Nýtt tímarit um Íslands- og mannkynssögu

Forsíða nýja tímaritsins
Forsíða nýja tímaritsins

SAGAN ÖLL er nýtt tímarit á Íslandi og mun koma út í fyrsta sinn fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi, síðan mánaðarlega. Umfjöllunarefnið er Íslandssagan og mannkynssagan í máli og myndum. Nú verður mannkynssagan bæði forvitnileg og skemmtileg því framsetningin er mjög lifandi með fjölda skýringamynda.

SAGAN ÖLL skoðar alla mannkynssöguna, frá fornöld til okkar dags. Íslandssagan er skoðuð í nýju ljósi og má nefna að í fyrsta tölublaði eru stór grein um fyrstu íbúa Reykjavíkur, sem kunna að hafa verið rostungaveiðimenn en ekki bændur eins og almennt hefur verið talið.

Þá er stór grein eftir Guðna Th. Jóhannesson um hlerunarmál og uppljóstrara sem virðist hafa leynst í röðum vinstrimanna árið 1968.

Auk þessa er grein um Kleópötru, fall Konstantínópel og Falklandseyjastríðið. SAGAN ÖLL skoðar einnig hversdagslega hluti, þar undir fellur saga ryksugunnar og fleira. Einnig eru í blaðinu spurningar frá lesendum og svör, sögugetraun og fjölmargir litlir molar úr sögunni.

Ritstjóri tímaritsins er Illugi Jökulsson sem er þjóðinni að góðu kunnur sem blaðamaður, ritstjóri, pistlahöfundur og ritstjóri Ísland í aldanna rás.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.