Erlent

Hvíldarbelgir vinsælir í Bandaríkjunum

Það er ekki amalegt að geta tekið sér miðdegislúr í vinnunni til að hlaða batteríin fyrir átök síðdegisins. Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur hannað sérstaka hvíldarbelgi sem nú eru kynntir hjá hverju stórfyrirtækinu á eftir öðru þar í landi.

Stjórnendur eru hvattir til að leyfa undirmönnum að fá sér kríu upp úr hádegi með þeim rökum að það auki framlegð og ánægju í vinnu auk þess sem nýleg rannsókn sýni að það styrki hjartað. Hvað sem þeim fræðum líður má án efa hvíla sig vel í belgjum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×