Innlent

Rannsóknarnefnd skipuð

Það á einnig að greiða aðgengi þeirra manna sem vistaðir voru í Breiðavík sem börn að sálfræðiþjónustu. Þetta tilkynnti forsætisráðherra í morgun og einnig að skipa eigi nefnd til að rannsaka þau barnaheimili sem rekin voru á árum áður.

Forsætisráðherra segist vona að sem flestir sem eiga um sárt að binda vegna dvalar á Breiðavíkurheimilinu á árum áður muni nýta sér þá þjónustu sem nú er í boði á geðsviði Landspítalans. Það mun vera í höndum starfsmanna spítalans að ákveða hvort haft verði samband við mennina eða hvort þeir leiti sjálfir eftir aðstoð.

Þá sér forsætisráðherra fyrir sér að lög verði sett á næstu vikum sem geri kleift að rannsaka hvernig málum var háttað á sambærilegum heimilum og nefnir árin 1950 til 1980 í því sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×