Viðskipti erlent

Þjóðverjar kaupa hlut í indverskri kauphöll

Verðbréfamiðlarar á Indlandi.
Verðbréfamiðlarar á Indlandi. Mynd/AFP
Þýska kauphöllin í Franfurt, Deutsche Börse, hefur keypt fimm prósenta hlut í kauphöllinni í Mumbai á Indlandi. Ekki liggur fyrir hvað Deutsche Börse greiddi fyrir hlutinn.

Auk þess að selja fimm prósent til þýsku kauphallarinnar hefur stjórn indversku kauphallarinnar hug á að selja 21 prósent til fjárfestingasjóða. Hver þeirra getur þó ekki keypt nema fimm prósent, samkvæmt lögum um fjárfestingar erlendra aðila á Indlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Þýska kauphöllinn gerði nokkrum sinnum tilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Því var ekki tekið. Hluthafar Euronext ákváðu hins vegar að taka tilboði móðurfélagi bandarísku kauphallarinnar í New York (NYSE) og munu þær renna saman í eina sæng.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×