Innlent

Tvö kókaín-burðardýr sakfelld

Fíkniefnaleitarhundur Lögreglunnar.
Fíkniefnaleitarhundur Lögreglunnar. MYND/Hrönn Axelsdóttir

Þremenningar á tvítugs- og þrítugsaldri voru í dag sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á tæplega 400 grömmum af kókaíni. Efnin voru flutt inn frá Amsterdam í Hollandi í ágúst á síðasta ári. Þriðji maðurinn var sakfelldur fyrir að skipuleggja innflutninginn.

Burðardýrin tvö voru stöðvuð í tollhliði á Leifsstöð eftir að fíkniefnahundur fann merki um efnin. Við skoðun kom í ljós að maðurinn var með tæp 200 g af kókaíni. Konan var send í röngten myndatöku og kom þá í ljós að innvortis hafði hún rúm 160 g af efninu.

Konan sem er á tvítugsaldri fékk 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára. Karlmaðinn er á þrítugsaldri og hlaut einnig 12 mánaða fangelsisdóm.

Þriðji maðurinn fékk 18 mánaða fangelsisdóm fyrir að skipuleggja innflutninginn og fá burðardýrin til að flytja efnin inn gegn greiðslu.

Þremenningunum var öllum gert að greiða málsvarnarlaun og sakarkostnað að upphæð samtals rúmlega tvær milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×