Erlent

Berdymukhamedov sór embættiseiðinn

Kurbanguly Berdymukhamedov sór í dag embættiseið sem forseti Mið-Asíulýðveldisins Túrkmenistans, við hátíðlega athöfn. Skömmu fyrir athöfnina greindi yfirkjörstjórn landsins frá því að Berymukhamedov hefði hlotið 89 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru um helgina, þeim fyrstu í sögu landsins þar sem fleiri en einn frambjóðandi fengu að bjóða sig fram. Berdymukhamedov fær það erfiða hlutskipti að feta í fótspor Saparmurats Niyazov, sem þekktur var sem Turkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, en hann andaðist í desember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×