Innlent

Mokveiði úti fyrir Vestmannaeyjum

Mikil loðna er nú rétt úti fyrir Vestamannaeyjum en afar óvenjulegt er að loðna veiðist þar á þessum árstíma en loðnan sækir á þessar slóðir um mánaðamót febrúar og mars.

Mikill kraftur hljóp loks í loðnuveiðar í gær og við Vestmannaeyjar veiðist nú stór og feit loðna sem hentar vel til frystingar fyrir matvælamarkaðinn. Mjög hátt verð er um þessar mundir á mjöli og lýsi úr bræðslu og góðar horfur með gott verð á loðnu og loðnuhrognum. Loðnukvótinn var nýlega aukinn í um 300 þúsund tonn. Loðnan er óvenjusnemma svo vestarlega á suðurströndinni nema um óvænt vestangöngu að ræða. Jón Eyfjörð skipstjóri segir loðnugegndina nú afar óvenjulega og segir að trúlega hafi sjávarhiti eitthvað með hegðun hennar að gera. Dreifing loðnunnar virðist líka vera mikil og loðnuna sé að finna frá Vestmannaeyjum til Hornafjarðar. Hins vegar spái illa og því þurfi að hafa hraðar hendur til að veiða loðnuna nú þegar hún gefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×