Innlent

Fólki fækkar á Austurlandi og Norðurlandi

Hagstofa Íslands hefur nú sent frá sér nýtt Hagtíðindahefti í ritröðinni Mannfjöldi um Búferlaflutninga 1986-2006. Þar kemur fram að flutningsjöfnuður var neikvæður á öllum svæðum landsins fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Suðurland.

Athygli vekur að þrátt fyrir stóriðjuuppbygginguna á Austurlandi er svæðið neikvætt þegar kemur að samanburði brottfluttra og aðfluttra. Það að segja fleiri fluttust innanlands frá Austurlandi en til þess innanlands. Þó eru á þessu undantekningar líkt og á Egilsstöðum. Þar var flutningsjöfnuður í innanlandsflutningum mjög jákvæður.

Í nær öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi og Vestfjörðum var flutningsjöfnuður innannlands neikvæður. Akureyri hefur venjulega skorið sig úr en nú er svo komið að í fyrra fluttu fleiri burt úr bænum en í hann, sem er breyting frá því sem verið hefur mörg undangengin ár, segir í skýrslum Hagstofunnar.

Athugun á flutningum milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar á umræddu tímabili leiðir líka í ljós að nokkuð hefur dregið úr því forskoti sem höfuðborgarsvæðið hefur haft á landsbyggðina undanfarna áratugi. Þetta má rekja til þess, segir Hagstofan að flutningsstraumurinn til þéttbýlisstaða í nágrenni höfuðborgarsvæðis hefur aukist jafnt og þétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×