Erlent

11 íranskir hermenn láta lífið í sprengjuárás

Lögregla beinir fólki frá flaki rútunnar í dag.
Lögregla beinir fólki frá flaki rútunnar í dag. MYND/AP
Ellefu íranskir hermenn létu lífið og 31 slösuðust í dag eftir að bíl með sprengiefnum var keyrt á rútu sem þeir voru í. Atvikið átti sér stað í borg í suðurhluta Íran.

Fréttastofa íranska ríkisins, Fars, sagði frá því að hópur sem væri tengdur al-Kaída hefði lýst yfir ábyrgð á sprengingunni.

Einnig var gefið í skyn að sá sem hefði keyrt bílinn með sprengiefnunum hefði látið lífið. Yfirvöld kenndu uppreisnarmönnum í austurhluta Írans um árásina og sögðu þá bera ábyrgð á fjölda mannrána og tilræða á því svæði.

Fimm manns hafa þegar verið handteknir vegna atviksins. Íranskir embættismenn hafa saka vestræn stjórnvöld um að styðja við bakið á uppreisnarmönnunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×