Erlent

Arctic Monkeys sigursælir

Arctic Monkeys á tónleikum í Bretlandi.
Arctic Monkeys á tónleikum í Bretlandi. MYND/Vísir

Arctic Monkeys voru sigurvegarar Brit verðlaunanna sem fram fóru í Lundúnum í kvöld. Þeir unnu bæði verðlaun fyrir að vera besta breska hljómsveitin og að hafa gefið út bestu bresku plötuna.

Þeir voru þó ekki viðstaddir afhendinguna en sendu myndband af sér í staðinn. Á því þökkuðu þeir fyrir sig, klæddir sem persónur úr Galdrakarlinum í Oz og hljómsveitinni Village People.

James Morrison fékk verðlaunin fyrir að vera besti breski karlkyns söngvarinn en Amy Winehouse var besta breska söngkonan.

The Killers fékk verðlaun sem besta alþjóðlega hljómsveitin og bar þar sigurorð af Gnarls Barkley og Scissor Sisters.

Besti alþjóðlegi karlkynssöngvarinn var Justin Timberlake og í flokki kvenna sigraði Nelly Furtado.

Oasis fékk að lokum heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til breskrar tónlistar.

Hér er vefsíða hátíðarinnar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×