Erlent

Málsókn gegn MySpace vísað frá

Vefsíða MySpace.
Vefsíða MySpace. MYND/Vísir

Fyrirtækið News Corp. skýrði frá því í dag að fylkisréttur hefði vísað frá máli gegn MySpace vefsíðunni. Foreldrar tveggja stúlkna sem urðu fórnarlömb kynferðisafbrotamanna höfðuðu málið á þeim forsendum að MySpace hefði getað komið í veg fyrir atvikin. MySpace vefurinn á þó yfir höfði sér fleiri málsóknir af svipuðum toga.

MySpace er einn vinsælasti tengslavefur í heimi og geta notendur sent skilaboð á milli sín. Sumir eru þó ekki ánægðir með það að MySpace geri ekki meira til þess að koma í veg fyrir að fólk villi á sér heimildir á vef þeirra. MySpace er í eigu News Corp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×