Erlent

Dánarvottorð fyrir fóstur

MYND/Vísir
Stjórnvöld í Tennessee ríki í Bandaríkjunum hafa lagt til að dánarvottorð verði gefið út fyrir fóstur sem hefur verið eytt. Það mundi á sama tíma búa til skrá yfir þær konur sem farið hafa í fóstureyðingu.

Stacy Campfield, repúblikaninn sem lagði tillöguna fram, sagði að hún myndi auðvelda að henda reiður á fjölda fóstureyðinga.

Sem stendur er upplýsingum safnað um fjölda fóstureyðinga. Á þeim upplýsingum kemur þó ekkert fram sem hægt er að rekja til mæðranna. Á dánarvottorðum koma hins vegar fram kennitölur mæðranna.

Demókratar hafa mótmælt tillögunni harkalega. Þeir segja hana stangast á við allt sem er til staðar í þessum bransa. Þeir segja að þetta sé tilraun til þess að hræða konur frá því að fara í fóstureyðingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×