Innlent

Skrípaleikur með marggefin loforð

"Þremur mánuðum fyrir kosningar er loks tekin skóflustunga að hjúkrunarheimilinu," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
"Þremur mánuðum fyrir kosningar er loks tekin skóflustunga að hjúkrunarheimilinu," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

Í gær var tekin skóflustunga að 110 rúma hjúkrunarheimili í Reykjavík. Heimilið átti að vera komið í gagnið í byrjun þessa árs en búið er að lofa byggingu þess nokkrum sinnum, m.a. fyrir alþingiskosningarnar 2003. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingar. Hún deilir á loforðagleði ríkisstjórnarinnar í aðdraganda kosninga.

Árið 2006 bættist ekki við "eitt einasta hjúkrunarrými" á höfuðborgarsvæðinu, en þar er þörfin mest og ástandið verst.

Ásta Ragnheiður segir: "Þetta er talandi dæmi um loforð og efndir ríkisstjórnarinnar." Þá talar hún um loforð um samgönguáætlanir eftir kosningar 1995, 1999 og 2003 sem ekki hafa gengið eftir.

Ásta Ragnheiður segist vona að kjósendur láti ekki; "sýningar og sýndarmennsku plata sig til fylgis við stjórnarflokkana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×