Viðskipti innlent

FME segir lífeyrissjóðum skylt að tilkynna um samruna

Fjármálaeftirlitið segir að lífeyrissjóðum beri að tilkynna um fyrirhugaða sameiningu lífeyrissjóða til Fjármálaeftirlits um leið og ákvörðun um slíkt hefur verið tekin.

Fjármálaeftirlitið bendir ennfremur á það á vefsíðu sinni að nauðsynlegt sé að í tilkynningu lífeyrissjóða, þar sem greint sé frá fyrirhugaðri sameiningu, komi fram við hvaða dagsetningu sameining sé miðuð við.

Haft er eftir Kristínu Aðalheiði Birgisdóttur, sviðsstjóra á Lífeyris- og verðbréfasjóðasviði Fjármálaeftirlitsins, að túlkun eftirlitsins sé birt í kjölfar sameininga lífeyrissjóða uppá síðkastið þar sem töluvert hafi reynt á tilkynningaskylduákvæði laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. „Fjármálaeftirlitið telur sig ekki alltaf hafa fengið tímanlegar og fullnægjandi upplýsingar um fyrirhugaðar sameiningar lífeyrissjóða og tímasetningar þeirra. Tilkynningaskylda skv. 2. mgr. 48. gr. laganna er þó skýr að okkar mati en vera má að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því að með orðalaginu „slit" er vísað til þess að tveir lífeyrissjóðir verða ekki sameinaðir nema að öðrum þeirra sé slitið. Þess vegna ber aðilum að tilkynna FME um slit lífeyrissjóðs með sameiningu við annan sjóð um leið og slík ákvörðun er tekin," segir hún.

<a href="http://www.fme.is/?PageID=619">Túlkun Fjármálaeftirlitsins</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×