Innlent

Mistök komin á teikniborðið

Hjúkrunarheimilið Eir
Hjúkrunarheimilið Eir

Arkitekt hjúkrunarheimilisins Eirar er langt kominn með frumteikningar og hönnun menningarmiðstöðvar í Spöng í Grafarvogi. Um mistök var að ræða þegar menningarmiðstöðin var sett inn í viljayfirlýsingu borgarinnar um byggingu þjónustuíbúða fyrir hjúkrunarheimilið Eir.

Þetta segir Steinunn Valdís Óskarsstjóri oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. Hún segir Samfylkinguna hafa ótal spurningar vegna málsins. Borgarstjóri hafi setið báðum megin við borðið og vikið þess vegna, en hann er einnig stjórnarformaður Eirar.

Þá er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til byggingar hjúkrunarheimilis á Lýsislóð árið 2007 þrátt fyrir fyrirheit Borgarstjóra um forgangsröðun í þágu aldraðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×