Erlent

Sigldi á varðskipið

Danska varðskipið Hvítabjörninn hefur undanfarna tvo sólarhringa staðið í stappi við franska togarann Bruix sem grunaður er um ólöglegar skötuselsveiðar við miðlínuna á milli Færeyja og Bretlands. Hvítabjörninn hafði fyrst afskipti af togaranum í fyrradag. Í gær skullu skipin saman þegar áhöfn varðskipsins ætlaði að snúa togaranum til Þórshafnar. Skipverjar slökktu þá öll siglingaljós og settu á fulla ferð út úr lögsögunni með fyrrgreindum afleiðingum. Í dag var svo Bruix fylgt yfir í bresku lögsögunna og er reiknað með að hann komi til hafnar í Skotlandi í kvöld þar sem áhöfnin verður yfirheyrð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×