Erlent

Niðurlægðu vistmennina

Starfsfólk, á stofnun fyrir andlega fatlað fólk í bænum Nyborg á Fjóni, hefur verið kært til lögreglu fyrir illa meðferð á skjólstæðingum sínum. Fréttamaður, á sjónvarpsstöðinni TV-2, fletti ofan af framkomu starfsfólksins.

Heimildarmyndin, Er du åndsvag eða Ertu brjálaður, var sýnd á sjónvarpsstöðinni TV-2 í fyrrakvöld og er óhætt að segja að hún hafi vakið upp sterk viðbrögð. Fréttamaður stöðvarinnar réði sig til starfa á Strandvænget-heimilinu í Nyborg á Fjóni þar sem andlega fatlað fólk býr. Á myndunum sem hann tók án vitneskju samstarfsmanna sinna sést nöturleg framkoma þeirra í garð skjólstæðinganna.

Ættingjar vistmannanna eru vitaskuld miður sín og hafa sumir þeirra, ásamt landssamtökum öryrkja, þegar kært stjórnendur og starfsmenn heimilisins til lögreglu. Forstöðumaður þess segir hins vegar um einangrað tilvik að ræða. Evu Kjer Hansen félagsmálaráðherra blöskraði hins vegar þegar hún sá myndirnar. Hún hefur farið fram á skýringar frá forstöðumanninum en stjórnarandsstaðan segir hins vegar ljóst að stjórnvöld hafi sofið á verðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×