Erlent

Munu ekki styðja við uppreisnarhópa

Leiðtogar Afríkjuríkja ganga hér fylktu liði í Cannes. Á henni sjást meðal annars Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, Blaise Compaore, forseti Búrkína Fasó og forseti Malí, Amadou Toumani Toure.
Leiðtogar Afríkjuríkja ganga hér fylktu liði í Cannes. Á henni sjást meðal annars Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, Blaise Compaore, forseti Búrkína Fasó og forseti Malí, Amadou Toumani Toure. MYND/AP

Viðræðum á milli stjórnvalda í Súdan, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu lauk í dag með þeirri niðurstöðu að þau myndu ekki styðja við bakið á uppreisnarhópum sem ráðast inn á landsvæði þeirra. Utanríkisráðherra Súdans, Lam Akol, sagði frá þessu á fréttamannafundi eftir að viðræðunum lauk.

Tsjad og Mið-Afríkulýðveldið saka stjórnvöld í Súdan um að styðja við bakið á uppreisnarhópum sem ráðast inn í lönd þeirra. Árásirnar leiða til átaka á milli ættbálka og neyða tugir þúsunda til þess að flýja heimili sín. „Samkomulagið kveður á um að löndin þrjú muni virða fullveldi hvors annars og ekkert þeirra muni styðja við uppreisnarhópa á landsvæði þeirra." sagði Akol ennfremur. Viðræðurnar áttu sér stað í Cannes í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×