Erlent

Fordæmdi árásirnar í Madríd

Frá réttarhöldunum í dag.
Frá réttarhöldunum í dag. MYND/AP
Einn af þeim sem sakaður er um að skipuleggja sprengjuárásirnar í Madríd fordæmdi þær þegar hann var yfirheyrður í dag. 191 manns létu lífið í árásunum sem voru á meðal mannskæðustu hryðjuverka í sögu Spánar.

Rabei Osman Sayed Ahmed, eða Egyptinn Mohamed eins og hann er oftast kallaður, neitaði því að tengjast al-Kaída eða nokkrum öðrum hryðjuverkasamtökum. Hann sagðist saklaus af þessu verknaði.

Ahmed sagðist þakka guði fyrir að vera múslimi sem iðkaði trú sína á eðlilegan hátt. Hann er ákærður fyrir að hafa hvatt fólk til þess að framkvæma árásirnar en hann neitar því. Saksóknarinn í málinu fer fram á 38 þúsund ára fangelsi. Lengsta mögulega dvöl í spænsku fangelsi eru 40 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×