Erlent

Kim Jong-il 65 ára í dag

Kim Jong-il.
Kim Jong-il. MYND/AP

Forseti Norður-Kóreu, Kim Jong-il, er 65 ára í dag og verður matarskammtur til almennings aukinn af því tilefni í dag. Afmælisdagur leiðtogans er einn helsti hátíðisdagur Norður-Kóreu. Á þriðjudaginn náðist samkomulag um að draga úr kjarnorkuáætlun landsins og hefur það bætt lund margra landsmanna.

Fyrir að hætta við kjarnorkuáætlun sína fær Norður-Kórea eldsneyti og efnahagsaðstoð. Sameinuðu þjóðirnar ætla einnig að taka upp formlega samskipti við landið á ný.

Umræður um það hver taki við af Kim Jong-il eru þegar hafnar. Hann hefur ekki enn tilnefnt eftirmann sinn en búist er við því að hann muni tilnefna einn af þremur sonum sínum. Stjórnmálaskýrendur segja mikilvægt að  hann geri það sem fyrst þar sem þeir telja að ef Kim látist án þess að hafa gengið frá því muni núverandi stjórnkerfi  Norður-Kóru leysast upp. Samkvæmt hefðinni ætti Kim að tilnefna elsta son sinn. Það er engu að síður talið ólíklegt þar sem árið 2001 reyndi hann að komast til Japans með falsað vegabréf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×