Innlent

Fjölskyldur sæta hótunum

Fjölskyldur starfsmanna barnaverndarnefndar Reykjavíkur sæta hótunum og voru þrjú slík mál send til lögreglurannsóknar í fyrra, að sögn Fréttablaðsins. Nú er ekki lengur talið óhætt að einn starfsmaður fari á vettvang, ef neyðartilvik koma upp, heldur fara tveir til þrír, eða einn í lögreglufylgd.

Dæmi eru um að starfsmönnum hafi verið hótað lífláti og að fjölskyldumeðlimum þeirra sé líka ógnað. Í slíkum stilvikum er nær alltaf um fíkniefnavanda að ræða hjá þeim foreldrum, sem nefndarmenn þurfa að hafa afskipti af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×