Erlent

Farþegar yfirbuguðu flugræningjann

Flugvél sömu gerðar og rænt var í gær.
Flugvél sömu gerðar og rænt var í gær. MYND/AP
Farþegar og áhöfn máritanískrar farþegaþotu sem var rænt í gær náðu að yfirbuga flugræningjann. Hann var handtekinn stuttu eftir að vélin lenti á herflugvelli á Kanarí-eyjum. 71 farþegi og átta fluglilðar voru um borð í vélinni. 21 farþegi slasaðist í ráninu og þar á meðal barnshafandi kona.

Maðurinn rændi vélinni í innanlandsflugi í Máritaníu, vopnaður tveimur skammbyssum. Hann krafðist þess að henni yrði flogið til Parísar. Upphaflega átti að lenda vélinni á flugvell í Vestur-Sahara en yfirvöld í Marokkó neituðu henni um lendingarleyfi. Ekki er vitað hvað mannnum gekk til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×