Erlent

Leiðtogi al-Kaída í Írak talinn særður

MYND/AP

Abu al-Masri, leiðtogi al-kaída í Írak er sagður hafa særst í bardögum við hersveitir Íraka í norðurhluta Bagdad í gærkvöldi. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak.

Aðstoðarmaður al-Masri mun hafa látist í bardaganum en engar frekari upplýsingar liggja fyrir. Talsmaður Bandaríkjahers í Bagdad sagðist ekkert vita um atvikið. Masri er fertugur Egypti og tók við stjórn al-Kaída í Írak síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×