Erlent

Heitasti janúar síðan mælingar hófust

Janúarmánuður er sá heitasti í sögu heimsins síðan mælingar hófust. Vísindamenn telja það meðal annars vera vegna þess hversu lítil áhrif hafstraumurinn El Nino hefur haft.

Veður var óvenjuhlýtt í Síberíu, Kanada, norðurhluta Asíu og Evrópu síðastliðinn janúar. Meðalhitastigið í janúar var 1,88 gráðum á selsíus hærra en í meðalári samkvæmt gögnum frá Loftslagsmiðstöð Bandaríkjanna. Gamla metið var hálfri gráðu lægra.

Vísindamenn sögðu að þetta væri mjög óvanalegt. „Við höfum nú vanist því að ný met séu sett en að það sé svona mikill munur er afar óvanalegt." vísindamennirnir prófuðu gögnin líka í tölvulíkani til þess að fullvissa sig um að það sem þeir sæju væri rétt.

Hitastig á norðurslóðum var líka hærra en verið hefur áður. Þar munaði næstum tveimur gráðum á selsíus. Þrátt fyrir það virðist sem febrúar sé jafn kaldur og áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×