Innlent

Vilja rétt verð á vefsíður flugfélaga

Neytendasamtökin krefjast þess að Neytendastofa geri flugfélögum að fara eftir settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda. Þau hafa lengi gagnrýnt framsetningar flugfélaga á verði flugferða á heimasíðum. Á þeim kemur heildarverð ekki fram fyrr en á seinni stigum í bókunarferlinu. Bera þau það saman við að verslanir gæfu upp verð án virðisaukaskatts á verðmerkingum sínum.

Neytendasamtökin segja að þeim hafi þótt nóg komið þegar flugfélögin fóru að leggja á sérstakt eldneytisgjald þar sem það sé hluti af rekstrakostnaði flugfélaganna.

Einnig benda þau á að í Kastljósi þann 14. febrúar síðastliðinn hafi Guðjón Arngrímsson blaðafulltrúi Icelandair fúslega gengist við því að verðbirtingar á heimasíðum sínum stæðust ekki lög.

Hægt er að sjá alla tilkynninguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×