Erlent

Stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar í Taílandi ræðast við

Taílenskur lögreglumaður virðir fyrir sér vettvang sprengjuárása í Bangkok um áramóti. Aðskilnaðarsinnum í suðri var kennt um þær.
Taílenskur lögreglumaður virðir fyrir sér vettvang sprengjuárása í Bangkok um áramóti. Aðskilnaðarsinnum í suðri var kennt um þær. MYND/AP

Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að halda viðræður við uppreisnarmenn múslima í suðurhluta landsins. Síðastliðin þrjú ár hafa uppreisnarmenn barist fyrir eigin ríki og meira en tvö þúsund manns hafa látið lífið í átökunum. Forsætisráðherra Taíland segir þó ekki um formlegar samningaviðræður um að ræða.

„Þetta eru ekki samningaviðræður, frekar viðræður sem eiga að auka skilning á milli okkar og þeirra." sagði forsætisráðherrann við fréttamenn í dag. Meirihluta íbúa í Taílandi iðkar búddisma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×