Erlent

Tsjad gæti orðið nýtt Rúanda

Á myndinni sjást flóttamenn frá Darfur héraði sem hafa sest að í flóttamannabúðum í Tsjad.
Á myndinni sjást flóttamenn frá Darfur héraði sem hafa sest að í flóttamannabúðum í Tsjad. MYND/AP
Ofbeldið í Tsjad gæti stigmagnast og orðið sambærilegt þjóðarmorðunum í Rúanda. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá þessu í morgun. Hún sagði að ofbeldið í suðausturhluta Tsjad væri farið að líkjast því í Darfur héraði Súdan.

Viðvörunin kemur á sama tíma og Súdan, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldið náðu samkomulagi um að styðja ekki uppreisnarmenn sem ráðast á ríki hvors annars. John Kufuor, leiðtogi Afríkubandalagsins, sagði að löndin virtust tilbúin að samþykkja friðargæslulið á landamærum sínum til þess að koma í veg fyrir að átök breiðist út.

Fleiri en 2,5 milljónir hafa flúið heimili sín vegna ástandsins í Darfur og hafa um 200 þúsund þeirra sest að í flóttamannabúðum í Tsjad. Átökin hafa elt flóttamennina yfir landamærin. Upphaflega voru það Janjaweed hermenn sem komu yfir landamærin frá Súdan sem myrtu fólk en síðar meir bættust íbúar Tsjad í hópinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×