Erlent

Þurfa að sæta réttarhaldi

Dómari í Mílanó hefur skipað 26 Bandaríkjamönnum að mæta fyrir rétt vegna ákæra um mannrán. Talið er að flestir þeirra séu starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa rænt manni sem var grunaður um hryðjuverk og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var síðar pyntaður.

Þetta er fyrsta réttarhaldið þar sem reynir á þá stefnu George W. Bush að leyfilegt sé að ræna grunuðum hryðjuverkamönnum og flytja þá til annarra landa þar sem þeir eru yfirheyrðir. Búist er við því að réttað verði yfir Bandaríkjamönnunum í fjarveru þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×